Fréttir
  • Hlutfallsleg dreifing
  • Umferðin í apríl 2012
  • Umferðin í apríl með spá út árið

Sama umferð á Hringvegi og árið 2005

enn er samdráttur í umferðinni

3.5.2012

Umferðin í apríl reyndist um 1,6 prósentum minni í apríl en í sama mánuði í fyrra á 16 völdum talningarstöðum á Hringveginum. Frá áramótum hefur umferðin dregist svipað saman. ´ 

Umferðin í ár stefnir því í það að verða sú sama og árið 2005 samkvæmt spálíkani Vegagerðarinnar. Ekki er að sjá samdrátt á höfuðborgarsvæðinu árið 2012 (spáin fyrir þrjú mælisnið) en þær tölur verða birtar á morgun. 

Milli mánaða 2011 og 2012:Umferðin reyndist að jafnaði 1,6% minni í nýliðnum apríl mánuði miðað við sama mánuð árið 2011. Helgast það af því að umferð dróst saman á þremur svæðum af 5 eða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, á Norðurlandi og á Austurlandi.

Mest dregst umferðin saman á Norðurlandi eða um heil 8% meðan samsvarandi aukning varð á Suðurlandi eða rúmlega 7%.

Frá einstaka stöðum jókst umferð um Hellisheiði um 5,6% og í Hvalfjarðargöngum um 2%.

Það vekur hins vegar athygli hversu mikið umferð dregst saman á Geithálsi eða 17,6%, sem jafnframt er það mesta á einstaka stað.

Frá áramótum milli áranna 2011 og 2012

Umferð hefur dregist saman um 1,7% frá áramótum miðað við samsvarandi tímabil árið 2011.

Mest hefur umferð dregist saman yfir teljarasnið á Norðurlandi eða um 2,7%.

Umferð hefur aðeins aukist á einu svæði frá áramótum að telja miðað við samsvarandi tímabil árið 2011 eða á Austurlandi, þar sem hún hefur aukist um 4,3%.

 

Sjá nánar, meðfylgjandi töflu og talnaefni:

Nýtt stöplarit fylgir að þessu sinni (sjá líka mynd) en þar er hægt að sjá hversu hlutfallslega mikil umferð fer fram í einstaka mánuðum ársins yfir árið, frá 2005.

Dæmi um aflestur af stöplariti: Þá er að hægt er lesa það út að jafnaði fer einungis um 5,5% umferðarinnar fram í janúar, sem er minnstur, meðan í júlí er þetta sama hlutfall orðið um 12,5%, þegar mesta umferðin fer fram. Ágúst er u.þ.b. hálfu prósenti hærri en júní með 11,5% hlutfall ársins. Hlutfallslega hafa mestu sveiflurnar milli ára orðið í mars og júlí.

 

 Samanburður

 

Athugið fyrirvara á tölum fyrir 2012, tölum þar sem einungis er um grófrýnd gögn að ræða, sem gætu tekið breytingum við endanlega yfirferð að loknu þessu ári.