Fréttir
  • Herjólfur

Eimskip bauð lægst í seinni opnun

buðu 75 milljónum betur

13.4.2012

Eimskip Íslands ehf átti lægsta tilboðið í rekstur Vestamannaeyjaferju 2012-2014 við seinni opnun tilboða í dag. Samskip hf. var með næstlægsta boð og Sæferðir ehf með þriðja lægsta boð sem var frávikstilboð.

Sjá hér á vef Vegagerðarinnar. Við fyrra tilboð áttu Samskip lægsta boð en ekkert tilboðanna uppfyllti kröfur Vegagerðarinnar að fullu og því var efnt til seinni opnunar og tilboðsgjöfum gefið færi á að bæta úr formgöllum tilboðanna og þess vegna að breyta tilboðsupphæðinni sem nú er reyndin.