Fréttir
  • Umferðin í mars

Aukin umferð í mars

aukningin svipuð og í fyrra

2.4.2012

Umferðin í mars á 16 lykilstöðum á Hringveginum jókst um fjögur prósent. Annan mánuðinn í röð eykst umferðin en þetta er svipuð aukning og á milli marsmánaða árin 2010 og 2011. Umferðin eykst á öllum landssvæðum.

Þrátt fyrir þetta hefur umferði fyrstu þrjá mánuðina dregist saman um 1,8 prósent vegna mikils samdráttar í janúar. Það er eigi að síður langt frá samdrættinum í fyrra sem nam tæpum tíu prósentum.

 

 

Milli mánaða 2011 og 2012

Umferð jókst nú um 4%. Er þetta sambærileg aukning og varð milli áranna 2010 og 2009, samanber meðfylgjandi töflu. Það sem er þó öðru vísi nú er að umferð eykst á öllum landssvæðum, þar sem mælipunktar Vegagerðarinnar eru.

Mest eykst umferð um Austurland* eða 15,6% en minnst um höfuðborgarsvæðið eða 2,8%.

Áætlað er að umferð um Hellisheiði hafi aukist um 5,4% og svipuð aukning varð um Hvalfjarðargöng eða 5,2%

 

 

Frá áramótum, milli áranna 2011 og 2012

Frá áramótum hefur umferð nú dregist saman um 1,8%. Þetta er miklu mun minni samdráttur en sambærilegt tímabil í fyrra þ.e.a.s. milli áranna 2011 og 2010, þar sem samdrátturinn var tæp 10%.

Umferð á einstökum mælipunktum eykst mest um Austurland* eða um 8% en mestur samdráttur það sem af er ári er um Suðurland eða 4,3%. En árinu áður hafði umferð dregist saman um tæpan þriðjung en þar spilar inn í umferð vegna eldgosanna.

Áætlað er að umferð um Hellisheiði hafi dregist saman um rúmlega 5% og rúmlega 1% um Hvalfjarðargögn, frá áramótum.

 

Talnaefni og fleiri gröf 

 

 

SamanbMars2012 

 

*Það skal tekið fram að um teljara á Austurlandi fer minnsta umferðin fram því getað tiltölulegar fáir bílar haft hlutfallslega mikil áhrif til aukningar eða samdráttar.

Vegagerðina er að finna á

     facebook