Fréttir
  • Opnun tilboða í Eiði - Þverá og Vestmannaeyjaferju

Ingileifur lægstur og Samskip lægst

tilboð i Vestfjarðaveg (60) Eiði - Þverá og í rekstur Vestmanneyjaferju opnuð

27.3.2012

Ingileifur Jónsson ehf. átti lægsta tilboðið í vegalagningu á Vestfjarðavegi (60), kaflanum Eiði - Þverá. Suðurverk hf. átti næstlægsta tilboðið. Einnig voru opnuð tilboð í rekstur Vestamannaeyjaferju 2012 - 2014 og átti Samskip hf. þar lægsta tilboðið.

Alls bárust fimm tilboð í vegagerðina og átta tilboð í ferjureksturinn frá þremur aðilum.

Tilboð Ingileifs Jónssonar ehf. hljóðaði upp á tæplega 2.154 milljónir króna, tilboð Suðurverks hf. var tæplega 2.487 milljónir, Ístak hf kom næst með tæplega 3.187 milljónir króna, ÍAV hf. bauð ríflega 3.191 milljónir og Jáverk hf./Hagtak hf. bauð nærri 3.716 milljónir króna.

Tilboð Samskipa hf. hljóðaði upp á rúmlega 602 milljónir króna, tilboða Eimskips Íslands ehf. var tæplega 859 milljónir króna en tvö frávikstilboð bárust upp á 839 milljónir og 858 milljónir króna. Sæferðir ehf. buðu rúmeega 903 milljónir króna og voru þeir líka með tvö frávikstilboð upp á tæplega 821 milljón króna og upp á tæplega 876 milljónir.

 

Sjá um Vestmannaeyjaferju hér

og um Eiði - Þverá.