Fréttir
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu

Aukin umferð á höfuðborgarsvæðinu

umferðin eykst um 2,5 prósent

5.3.2012

Umferðin eykst töluvert meira í febrúar á þremur mælisviðum Vegagerðarinnar á höfuborgarsvæðinu en hún gerði á 16 talningarstöðum á Hringveginum. Umferðin í febrúar reyndist 2,5 prósentum meiri í febrúar í ár en í sama mánuði í fyrra.

Umferðin stóð í stað í janúar en þessa tvo mánuði hefur umferðin aukist um 1,3 prósent miðað við sömu tvo mánuði í fyrra.

 

Milli mánaða 2011 og 20122,5% aukning varð á umferð um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar innan höfuðborgarsvæðisins milli febrúarmánaða.

Mest jókst umferðin um Hafnarfjarðarveg eða 4,3% meðan umferð um Vesturlandsveg dróst saman um 0,2%.

 

Frá áramótum milli 2011 og 2012.

Í janúar stóð umferðin í stað en að febrúar liðnum hefur hún aukist um 1,3%, borin saman við sama tímabil árið 2011.

Umferð um Hafnarfjarðarveg virðist aukast mest fyrstu tvo mánuði ársins, en umferð dregst saman um Vesturlandsveg það sem af er ári.

 

Talnaefni 

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook