Fréttir
  • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2011

Úthlutun lokið - 155 umsóknir um rannsóknarstyrk bárust

5.3.2012

Nú er lokið úthlutun úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2012. Upplýsingar um afgreiðslu hafa verið sendar til umsækjenda.

Alls bárust 155 umsóknir og sótt var um samtals 394 milljón krónur. Rannsóknasjóðurinn hafði hins vegar 127 milljónir til ráðstöfunar, sem er nokkuð lægra en vera ætti miðað við ákvæði í vegalögum um að 1,5 % af mörkuðum tekjum Vegagerðarinnar skuli árlega veitt til rannsókna. Þannig var aðeins hægt að styrkja hluta umsókna og í mörgum tilvikum nær fjárveitingin ekki heildarupphæð umsókna.

Hér er birtur listi yfir þau almennu verkefni sem fengu fjárveitingar á árinu 2012.

 


 

Vegagerðina er að finna á

     facebook