Fréttir
  • Frá opnun tilboða í Vaðlaheiðargöng í október 2011

Um einkaframkvæmd og Vaðlaheiðargöng

vegna umræðu um Vaðlaheiðargöng

13.2.2012

Það er algengur misskilningur að Vaðlaheiðargöng hafi verið boðin út í einkaframkvæmd. Nú síðast var greint frá niðurstöðum skoðanakönnunar í Fréttablaðinu þar sem spurt var hvort landsmenn styddu gerð Vaðlaheiðarganga í einkaframkvæmd. Göngin voru hins vegar ekki boðin út í einkaframkvæmd heldur eiginframkvæmd félagsins Vaðlaheiðargöng hf.

Einkaframkvæmd felst í því í sinni ýtrustu mynd að verktaki tekur að sér eftir útboð að hanna, fjármagna, byggja og reka mannvirki í tiltekinn tíma fyrir verkkaupa. Greiðslur fyrir verkið gætu falist í notendagjöldun, veggjöldum í tilviki Vaðlaheiðarganga, skuggagjöldum verkkaupa eða föstum greiðslum hans. Ekki er óalgengt að verktakinn taki nokkra fjárhagslega áhættu í einkaframkvæmdinni, t.d. að umferðin skili sér í göngin.

Ekkert af framangreindu á við um Vaðlaheiðargöng nema það að verktakinn byggir göngin en fær fyrir það jafnóðum greiðslur samkvæmt einingarverðum tilboðs. Hann hannar ekki göngin, fjármagnar þau ekki, rekur þau ekki og tekur ekki fjárhagslega áhættu af þeim á neinn hátt umfram það sem felst í tilboði hans.

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook