Fréttir
  • Umferðin í Reykjavík

Ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu

ríflega helmingur fer aldrei í strætó

7.2.2012

Ríflega helmingur aðspurðra fer aldrei með strætisvagni, en um 14 prósent fara einu sinni til tvisvar í viku í strætisvagni, aðrir sjaldnar. Rúm 12 prósent hjóla að staðaldri og nærri 49 prósent hluta úr ári. En 39 prónsent hjóla aldrei, færri en þeir sem aldrei fara í strætó.

Þetta kemur fram í ferðavenjukönnun sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin létu gera í október til desember á síðasta ári. Niðurstöðurnar má finna í fréttinni, heildarniðurstöður og svo eftir sveitarfélögum og hverfum.

Fleiri fara nú sem bílstjórar í ferðir en árið 2002 þegar svipuð könnun var gerð, færri fara sem farþegar, færri fara fótgangandi, jafnmargir fara í strætó og 2002 en mun fleiri ferðast nú hjólandi eða 3,8 prósent miðað við 0,3 prósent árið 2002.

 

Kannanirnar er að finna hér fyrir neðan:

 

Ferðavenjukönnunin - heildin

Vesturbær - Nes

Árbær

Breiðholt

Grafarvogur - Grafarholt

Hlíðar - Fossvogur

Miðbær - Tún

Múlar - Sund

Hafnarfjörður

Mosfellsbær - Kjalarnes

 

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook