Fréttir
  • Óvir ljós - Engidalur
  • Gatnamótin  -  loftmynd

Óvirk ljós, Hafnarfjarðavegur við Álftanesveg

á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar við Álftanesveg og Fjarðarhraun í Engidal, Hafnarfirði

7.2.2012

Í nótt, aðfararnótt miðvikudags 8. febrúar, er áætlað að ljúka breytingum á umferðarljósum á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar við Álftanesveg og Fjarðarhrauns í Engidal, Hafnarfirði.

Á meðan þessi vinna fer fram verða umferðarljósin óvirk, það er frá miðnætti til um kl. 5:30 á miðvikudagsmorgni. Umferð verður heimiluð um gatnamótin en hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst á meðan.

Eftir breytinguna verða umferðaljósin fullbúin 4-fasa ljós, það er að allir umferðastraumar verða ljósastýrðir.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum meðan á þessari vinnu stendur og beðnir að fylgja þeim merkingum sem uppi eru á vinnusvæðinu.

Í vetur hefur verið unnið að endurbótum á þessum gatnamótum og er tilgangurinn að auka öryggi vegfarenda, bæði akandi og gangandi. Endurbæturnar ganga m.a. út á að setja upp fjögurra fasa umferðarljós, en með því er hægt að tryggja betur öryggi vinstri beygju umferðar.

Vinstribeygja af Hafnarfjarðarvegi inn á Fjarðarhraun er tvöfölduð og syðri akbraut Fjarðarhrauns tvöfölduð að Hólshrauni. Hægri beygjan af Fjarðarhrauni inn á Hafnarfjarðarveg er einnig tvöfölduð og þar eru sett umferðarljós til að auðvelda umferð gangandi vegfarenda.

Verkið var boðið út í lok ágúst og átti að ljúka fyrir jól. Vegna óvenju slæms tíðafars hafa verklok dregist.

Eftir breytinguna verða allir umferðastraumar ljósastýrðir sérstaklega og eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát fyrst um sinn meðan þeir venjast þessu fyrirkomulagi á þessum stað.

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook