Fréttir
  • Akstur og hagvöxtur með spá
  • Akstur og hagvöxtur 1975 - 2010

Mikil fylgni með akstri og hagvexti - nú með spá

eða 96 prósent fylgni frá árinu 1975

25.1.2012

Mjög sterk fylgni er á milli aksturs og vergar landsframleiðslu eða hagvaxtar á Íslandi. Miðað við þróun aksturs á Íslandi frá árinu 1975 er 96 prósent fylgni milli þeirrar þróunar og vaxtar landsframleiðslunnar til ársins 2010. Sjá línurit með fréttinni.

 

Víða erlendis eru tölur um heildarakstur og breytingar á akstri nýttar til að meta ástand hagkerfisins eða spá í það ástand. Það gæti því verið fróðlegt að sjá þróun umferðar á nýju ári en fyrstu tölur Vegagerðarinanr er að vænta í byrjun febrúar.

 

Í fréttum af umferð og akstri hefur Vegagerðin minnst á að víða erlendis eru umferðartölur metnar sem mjög góður rauntímamælikvarði á hagvaxtarþróun. Það er því fylgst mjög glöggt með þessum tölum til þess að meta ástand hagkerfisins.

 

Vegagerðin skoðaði fylgni milli vergrar landsframleiðslu og þróun heildaraskturs á landinu frá árinu 1975 til ársins 2010, því grunur lék á að þessu væri svipað farið hér á landi sem og annarsstaðar.

 

Niðurstaðan sýnir svo ekki verður um villst að óhætt er að segja að mjög mikil fylgni er á milli þessara tveggja þátta, eða um 96% fylgni að meðaltali fyrir tímabilið. Það þarf því ekki að efast um að fylgni er á milli þessara þátta, sjá línuritið. Því ætti að vera óhætt að nota umferðartölur til þess að áætla hagvaxtaþróun eða spá fyrir um hana. Staðfestar hagvaxtartölur, tölurnar um verga landsframleiðslu, koma ekki fyrr en þremur árum á eftir, tölurnar fyrir 2009 og 2010 eru þannig bráðabrigðatölur.

 

Akstur á vegakerfinu hefur vaxið árlega um 3,8% milli áranna 1975 og 2010 en verg landsframleiðsla hefur vaxið um 3% á sama tímabili.

 

Í ljósi alls þessa verður afar fróðlegt að sjá hver þróun umferðar verður á þessu ári.

 

Viðbót 26. janúar: Hér fyrir neðan er nýtt línurit með spá Vegagerðarinnar um þróun umferðar næstu ár ásamt hagvaxtarspá Hagstofunnar (Úr forsendum spárinnar: "Í þjóðhagsspánni 2010-2015 eru birtar hagtölur fyrir árið 2009 eins og þær birtust síðast í þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Fyrir árin 2010-2012 er um eiginlega spá að ræða en tölur fyrir árin 2013-2015 byggja á framreikningi.")

 

Línuritið með spánni:

 Akstur og hagvöxtur með spá

 

 

Línuritið sem sýnir þróun akstur og hagvaxtar án spár:

Akstur og hagvöxtur 1975 - 2010

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook