Fréttir
  • Umferð um Bolungarvíkurgöng árið 2011
  • Bolungarvíkurgöng mánaðarleg umferð 2011
  • Meðalumferðin um Bolungarvíkurgöng 2011
  • Bolungarvíkurgöng sólarhringsdreifing 2011

Meiri umferð um Bolungarvíkurgöng en Óshlíð

jafnari umferð yfir árið en í Héðinsfjarðargöngum

18.1.2012

Umferðin um Bolungarvíkurgöng árið 2011 var nærri þremur prósentum meiri en umferðin um Óshlíðina árið áður. Um göngin fóru 797 bílar að meðaltali á sólarhring (ÁDU) en voru 776 um Óshlíð 2010. Spá um umferð hefði gert ráð fyrir litlu fleiri bílum eða 810 ÁDU en taka verður með í reikninginn að umferðin eykst meðan hún dregst saman á landsvísu.

Umferðin í Bolungarvíkurgöngum er nokkuð jafnari en í Héðinsfjarðargöngum þar sem hærra hlutfall fór um síðarnefndu göngin að sumri til en um vetur.

...

 

 

Meðalumferð um Bolungarvíkurgöng árið 2011 var 797 bílar á sólarhring. Þessi umferð er rétt undir óformlegri spá Vegagerðarinnar, sem gerð var áður en framkvæmdir hófust. Miðað við bakreiknanlega spá má fá það út að von hafi verið á 810 bílum á sólarhring fyrsta heila árið eftir opnun. Á spánni og raunumferð munar því ekki nema 1,6%. Skammtímaspár Vegagerðarinnar á síðasta ári höfðu mikinn hluta síðasta árs hins vegar gert ráð fyrir þessari umferð.

 

Meðalumferð um Óshlíð árið 2010 var 776 bílar/sólarhring, þannig um 2,7% aukningu er að ræða milli ára, sem er vel umfram landsmeðaltal Hringvegar, samanber fyrri fréttar þar um.

 

Umferðin árið 2011 jafngildir því að  290 þús bílar hafi ekið um göngin í báðar áttir. 

 

Umferðin dreifði sér yfir árið eins og meðfylgjandi línurit sýnir. Þar má sjá að hún hegðar sér svipað og umferðin um Óshlíðina árið á undan, þó má merkja greinilega minni umferð um seinni hluta sumars

 

Umferð um Bolungarvíkurgöng árið 2011

 

Á meðfylgjandi stöplariti sést hvernig umferðin dreifir sér hlutfallslega yfir árið í hverjum mánuði.

Umferðin um Bolungarvíkurgöng dreifir sér jafnar yfir árið en t.d. um Héðinsfjarðargöng þar sem júlí fer aðeins 13% umferðarmagnsins á móti 17% í Héðinsfirði.

Fyrsta og þriðja ársþriðjunginn fer 30% umferðarinnar fram en yfir sumarið 40%, sem er mun jafnari dreifing en um Héðinsfjörðinn.

 

Mánaðarleg umferð 2011 um Bolungarvíkurgöng

 

Hér má sjá hvernig umferðin er að meðaltali, hvern vikudag um göngin. Föstudagar eru lang stærstir að meðaltali eða 117% af ÁDU og sunnudagar lang minnstir eða 83% af ÁDU. Meðalumferð á þriðjudögum er næst ársmeðaltalinu eða 99% af ÁDU.

Erftitt er að bera saman árin 2010 og 2011, m.t.t. hvort hafi orðið einhver breyting á einkennum umferðarinnar við göngin, þar sem göngin opnuðu haustið 2010, því datt umferðin niður um Óshlíð það ár. En gróft sagt virðist hafa orðið hlutfallslega meiri auking í umferð virka daga, sem gefur tilefni til þess að álykta að atvinnutengd umferð hafi aukist hlutfallslega meira en einkaerindi.

Árin 2008 - 2010 eru ef til vill ekki alveg dæmigerð ár til samanburðar við árið 2011 þar sem umferð vegna framkvæmdanna við göngin kunna að hafa truflandi áhrif þar á. Þótt niðurstaða þessara athugana bendi til þess að atvinnutengd umferð hafi aukist hlutfallslega meira en einkaerinda samanber hér á undan.

 

 

Meðalumferðin um Bolungarvíkurgöng 2011

 

Hér sést hvernig umferðin dreifir sér yfir sólarhringinn eftir vikudögum. Þetta stöplarit ber öll einkenni sólarhringsdreifingar fyrir innanbæjarumferð, sé miðað t.d. við höfuðborgarsvæðið.

Eins og sést þá er umferðin frekar lítil á nóttunni á virkum dögum en vex síðan hratt milli 7 og 8 þar til hún nær hámarki milli kl. 15:00 og 18:00, þar sem byrjar að draga hratt úr til miðnættis. Umferð virka daga er nokkuð jöfn ef frá er talið að á föstudögum virðist hún seinni í gang og nær hámarki á svipuðum tíma og á þriðjudögum, eða á milli kl. 16 og 18. Umferð á miðvikudögum er alla jafna mest á milli kl. 15 og 16, en um 1-2 klst seinna hina virku dagana.

Um helgar, eins og vænta mátti er meiri umferð á nóttunni. Hlutfallslega er mun meiri umferð á aðfaranótt laugardags en föstudags.

 

Bolungarvíkurgöng sólarhringsdreifing 2011