Fréttir
  • Víkurskarð umferðin 2010 og 2011
  • Víkurskarð umferðin í nóvember
  • Víkurskarð nóvember 2011 - mismunur

Aðeins meiri umferð um Víkurskarð í nóvember

Leit út fyrir nokkuð  mikla aukningu en ófærð í lok mánaðar dró úr því

27.12.2011

 

Umferðin um Víkurskarð austan Akureyrar jókst um 1,4 prósent í nóvember miðað við nóvember árið 2010. Á tímabili leit út fyrir að umferðin væri að aukast mun meira en ófærð og almennt slæm færð í lok mánaðarins dró nokkuð úr umferð.

Meðalumferðin reyndist 724 bílar á sólarhring (ÁDU) samaborið við 714 bíla árið áður. Heildarumferð þar sem af er ári er að meðaltali 1210 bílar á sólarhring. Gert er ráð fyrir að í lok árs verði meðalumferðin um 1173 bílar á sólarhring.

Stöplaritið sem fylgir fréttinni sýnir hlutfallslegan mismun milli einstakra mánaða.

Heildarumferð um Víkurskarð, í nóvember 2011, var 21.712 bílar en mesta umferð sem mælst hefur í nóvember mánuði var árið 2007 en þá óku 24.330 bílar, sjá stöplarit.

Fróðlegt er síðan að sjá að mesta umferð sem farið hefur um Víkurskarðið í einum mánuði til þessa var í júlí á þessu ári, en þá fóru 89.208 bílar um skarðið eða 2878 bílar/sólarhring að meðaltali.

Nú er gert ráð fyrir að meðalumferð um Víkurskarðið árið 2011 verði 1.173 bílar á sólarhring. Það sem af er ári er meðalumferðin 1210 bílar á sólarhring. Þótt umferðin hafi verið meiri núna í nóvember en í sama mánuði í fyrra þá dregst umferðin um Víkurskarð saman á árinu í heild. Hún hefur dregist saman um 6,6%. Umferð virka daga hefur dregist saman um 5,9% en 8,2% um helgar. Þannig að vægi helgarumferðar fer minkandi. Af þessu má draga þá ályktun að einkaumferð hafi dregist hlutfallslega meira saman en atvinnutengd umferð.