Fréttir
  • Umferðin uppsafnað nóvember 2011
  • Umferðin í lok nóvember 2011

Umferðin dregst minna saman

í nóvember

6.12.2011

Umferðin á 16 völdum talningarstöðum á Hringveginum dróst sama um 1 prósent í nóvember miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Í október dróst umferðin hinsvegar saman um 7 prósent. Þetta er minnsti samdráttur umferðar í ár fyrir utan júnímánuð.

Vegagerðin spáir því að umferðin í ár dragist saman um 4,9 prósent. Uppsafnaður samdráttur í umferð fór mest í 9,6 prósent í lok mars en dregið hefur úr því þegar liðið hefur á árið og var hann 5 prósent slétt í lok nóvember. Umferðin í ár stefnir því í það að vera nokkuð minni en hún var árið 2006 en heldur meiri en hún var 2005.

 

Milli mánaða 2011 og 2010

Aðeins 1% samdráttur varð í umferð, á 16 völdum talningastöðum á Hringvegi, milli nóvembermánaða á móti 7% samdrætti í síðasta mánuði. Þetta er 0,5% minni samdráttur en umferðardeild hafði gert ráð fyrir, í byrjun síðasta mánaðar.

Aðeins í júní á þessu ári hefur mælst minni samdráttur milli mánaða eða 0,4%, en litlu meiri samdráttur mældist í september eða 1,2%, sjá nánar í talnaefni.

Umferð eykst á Norður- og Austurlandi um 4,5% og 2,4% en samdráttur er á hinum svæðunum, mest á Suðurlandi eða 2,8%, sjá nánar í töflu hér fyrir neðan.

Mest eykst umferð, á einstaka talningastöðum, um 26,3% á Hringvegi á Mýrdalssandi, en mest dregst umferð saman á talningastað á Hringvegi við Hvalsnes í Lóni eða 15,0%.

 

Það sem af er ári 2011 miðað við 2010

Uppsafnaður samdráttur frá áramótum er nú 5%, miðað við 5,3% að loknum síðasta mánuði. Uppsafnaður samdráttur fór mest í 9,6% að loknum mars á þessu ári en smátt og smátt hefur síðan dregið úr, og hefur uppsafnaður samdráttur ekki verið minni á þessu ári.

Mest hefur umferð dregist saman á Suðurlandi, eða 8,8% og minnst við höfuðborgarsvæðið eða 3,8%.

 

 

Samanburður nóv 2011 

 

 

Horfur út árið 2011 á Hringvegi

 

Þegar eingöngu er horft er til umferðar (þ.e. fjölda bíla) þá er nú gert er ráð fyrir að umferðin dragist saman um 2,9% í desember og samdráttur í heild á þessu ári verði 4,9%. Mest muni umferð dragast saman á Suðurlandi eða um 8,7% og minnst muni samdráttur verða við höfuðborgarsvæðið eða 3,6%.

Af einstaka stöðum er því nú spáð að umferð dragist saman um 9,9% á Hellisheiði en 5,1% um Hvalfjarðargöng.

Eins og áður hefur komið fram, þá notar Vegagerðin sjálf önnur viðmið þegar hún mælir samdrátt eða aukningu milli ára eða aksturstölur þ.e.a.s. (meðalumferð/sólarhring) x (vegalengd) x (365 dagar). Þegar þetta viðmið er skoðað þá lítur út fyrir að um meiri samdrátt á Hringveginum verði að ræða, eða 3,7% milli desember mánaða og árið í heild endi í 5,7% samdrætti. Ýmislegt bendir þó til að samdrátturinn verði ekki svona mikill, á öllu vegakerfinu, þar sem akstur á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki dregist eins mikið saman og úti á Hringvegi, sjá fréttir um það síðar.

Fróðlegt verður að sjá hvernig desember mun koma út og fyrsti mánuður næsta árs. Ætlunin verður að birta spá strax eftir janúar en taka verður með í reikninginn og eðli málsins samkvæmt er slík spá mjög ónákvæm en hún gæti gefið vísbendingar um hvort botninum hafi verið náð á þessu ári og á næsta ári fáum við að sjá aukningu í stað samdráttar.