Fréttir
 • Bláfjallavegur gatnamót
 • Vegamót á Suðurlandsvegi
 • Bláfjallavegur gatnamót
 • Bláfjallavegur gatnamót
 • Vegamót við Litlu kaffistofunar
 • Varúðarskilti sett upp
 • Bláfjallavegur og Bolaalda
 • Litla kaffistofa
 • Vegamót við Litlu kaffistofunar
 • Vegamót við Litlu kaffistofunar
 • Bláfjallavegur gatnamót

Ný tegund vegamóta

á Suðurlandsvegi, ófullgerð enn – klárast næsta vor

1.12.2011

Vegfarendur á Suðurlandsvegi hafa tekið eftir því að vegamótin á nýja veginum eru nokkuð öðruvísi en þeir eiga að venjast. Vegamótin eru hönnuð með tilliti til umferðaröryggis og því verður 2+2 vegurinn í raun 1+1 vegur við vegamótin. Mun öruggara verður fyrir vegfarendur en áður að taka vinstri beygjur við vegamót Bláfjallavegar og sama á við um tengingu að Litlu kaffistofunni.

Vegna tafa sem urðu vegna kærumála hófust framkvæmdir seinna en áætlað var. Þetta veldur því að vegagerð er ekki að fullu lokið við vegamótin og hafa því verið sett upp skilti sem vara ökumenn við því að vegamótin séu ekki fullgerð. Vegamótin sem og framkvæmdin í heild verða fullgerð næsta vor og sumar.

Hér með fréttinni má sjá hvernig vegamótin munu líta út fullgerð. Á ljósmyndunum má til dæmis sjá vegamótin við Bláfjallaveginn líkt og þau eru í dag og hvernig að þar á eftir að gera frárein með eyju sem skilur hana frá akreininni austur á Selfoss, og setja litla eyju (svo kallaðan dropa) á Bláfjallaveginn. Þá á eftir að taka upp hluta gamla vegarins og að lokum ganga frá uppsetningu á víravegriðum.

Þrátt fyrir að umrædd vegamót séu ekki mislæg, líkt og á Reykjanesbrautinni, þá eru þau mun öruggari en þau sem voru fyrir á 1+1 vegi. Nú eiga þeir sem til dæmis eru að koma úr Bláfjöllum mun auðveldara með að beygja í átt til Reykjavíkur en áður, og öryggið er allt annað. Einungis þarf að fara yfir eina akrein, þar sem umferðin er á leið til Selfoss, vera vakandi fyrir því að bíll að austan gæti verið að beygja inn á Bláfjallaveginn, síðan er ekki annað en að klára vinstri beygjuna inn á auða akrein. Bíll sem tekur vinstri beygju kemst á sína akrein án hættu frá umferðinni að austan því sú umferð er á hægri akrein af tveimur en nefndur bíll á vinstri akreinni. Þannig kemst hann auðveldlega inn í umferðina sem er á leið til Reykjavíkur.

Einnig eru myndir af uppsetningu skiltanna en vegfarendur eru hvattir til að sýna varúð meðan ástandið varir og einnig að hafa í huga að það tekur tíma að læra á hin nýju vegamót.

 

Teikning af vegamótunum. Þau eru eins við Bláfjallaveginn og við Bolaöldu. Eftir er að gera afreinina og litlu eyjuna vinstra megin niðri á myndinni ásamt því að taka hluta gamla vegarins:

Bláfjallavegur og Bolaalda

 

Svona líta vegamótin út við Litlu kaffistofuna. Þeir sem koma úr Reykjavík og beygja inn að Litlu kaffistofunni fá sína akrein til þess og eins aftur þegar og ef þeir halda áfram austur frá Litlu kaffistofunni. Þá er einungis nauðsynlegt að þvera einn straum á einni akrein:

Litla kaffistofa

 

Varúðarskilti á Bláfjallavegi: Bláfjallavegur gatnamót

 

Vegamótin við Bláfjallaveg, hér kemur lítið eyja (dropi):

Bláfjallavegur gatnamót

 

Vegamótin við Bláfjöll, hér á eftir að gera afrein og eyju á milli:

Bláfjallavegur gatnamót

 

Vegamótin við Bláfjöll, hér á eftir að gera afrein og eyju á milli:

Bláfjallavegur gatnamót 

 

Það þarf líka að hreinsa snjó af nýjum vegamótum:

Bláfjallavegur gatnamót

 

Uppsetning á varúðarskilti við Bláfjallavegamótin:

Varúðarskilti sett upp

 

Vegamótin við Litlu kaffistofuna:

Vegamót við Litlu kaffistofunar

 

Hér er stöðvað fyrir umferð sem er að koma að austan, en þegar komið er yfir þessa einu akrein er vegurinn eða akreinin laus vinstra megin, en bílar að koma úr Reykjavík eru á hægri akrein:

Vegamót við Litlu kaffistofunar

 

Vegamótin við Litlu kaffistofuna:

Vegamót við Litlu kaffistofunar

 

Uppsetning á skilti:

Vegamót á Suðurlandsvegi