Fréttir
  • Umferð í Reykjavík

Taktu þátt í að bæta umferðarmenninguna á höfuðborgarsvæðinu

ferðavenjukönnun í gangi þessa dagana

8.11.2011

 

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar, Vegagerðin og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu standa um þessar mundir fyrir könnun á ferðavenjum íbúa höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við Capacent Gallup.

Þeim sem lenda í úrtaki er sent bréf heim í pósti með upplýsingum um könnunina. Könnuninni er svarað í gegnum netið og fylgir bréfinu vefslóð og veflykill sem veitir aðgengi að könnuninni á netinu. Þeim sem það kjósa er einnig gefinn kostur á því að svara í gegnum síma.

Niðurstöður könnunarinnar munu m.a. nýtast við endurbætur umferðarskipulags, stuðla að bættu umferðaröryggi og bættu aðgengi vegfarenda. Góð svörun skiptir höfuðmáli til að fá sem nákvæmastar niðurstöður. Vonast er til að þeir sem fá sent bréf taki því vel, svari könnuninni við allra fyrsta tækifæri og leggi þannig sitt af mörkum til bættrar umferðarmenningar á höfuðborgarsvæðinu.

Niðurstöður verða kynntar almenningi þegar þær liggja fyrir.

 

Nánari upplýsingar veitir: Björg Helgadóttir

Netfang: bjorg.helgadottir@reykjavik.is

Sími: 411-1111