Fréttir
  • Umferðin í október 2011
  • Uppsafnað umferðin í október
  • Umferðin og spáin fyrir árið

Samdráttur í umferð í október

stefnir í um 4,5 - 5 prósenta samdrátt í ár

2.11.2011

Umferðin í október á 16 lykilteljurum Vegagerðarinnar reyndist sjö prósentum minni en í október 2010. Þetta er fjórði mesti samdráttur umferðar í einum mánuði í ár.

Nú stefnir í að umferðin árið 2011 verði 4,5 - 5,0 prósentum minni en árið 2010. Útlit er fyrir að umferðin á Hringiveginum í ár verði þannig nokkuð minni en hún var árið 2006 en eigi að síður nokkuð meiri en árið 2005. Sjá mynd með þessari frétt um uppsafnaða umferði í ár.

 

Milli mánaða 2011 og 2010:

Umferð, milli október mánaða, dróst saman í heild um 7%. Þetta er fjórði mesti samdráttur sem mælst hefur á milli mánaða, á þessu ári. Áður hafði umferðin dregist meira saman í janúar eða um 7,1%, 15,5% í mars og 9,6% í maí.

Samdráttur í umferð varð á öllum landssvæðum en mestur varð hann um Norðurland eða 8,8%. Litlu minni varð samdrátturinn um Vesturland eða 8,6%. Minnst dróst umferðin saman um Austurland eða 2,4% og 6,2% samdráttur mældist á Hringvegi við og um höfuðborgarsvæðið. (Nánar um höfuðborgarsvæðið verður birt síðar).

Hvað varðar einstaka talningastaði þá jókst umferðin mest um Hvalsnes í Lóni eða um 3,6% en mest dróst umferðin saman á Holtavörðuheiði eða 12,4%.

 

Talnaefni

 

Það sem af er ári 2011 m.v. 2010:

Uppsafnaður samdráttur á umferð í heild frá áramótum, fyrir alla talningastaði er nú 5,3%, en það er lang mesti samdráttur sem mælst hefur, fyrir þetta tímabil frá árinu 2005, samanber meðfylgjandi töflu hér að neðan.

Umferðin hefur, það sem af er ári, dregist saman á öllum landssvæðum en mestur er hann um Suðurland eða 9,2% og minnstur um höfuðborgarsvæðið eða um 4,0%, sjá töfluna.

 

 Samanburðartafla

 

 

Horfur út árið 2011:

Í byrjun október hafði framreikningur umferðardeildar Vegagerðarinnar, fyrir 16 lykilteljara, gert ráð fyrir um 6,5% samdrætti október, en raunin varð 6,9%. Þannig að aðeins meiri samdráttur varð raunin en gert var ráð fyrir.

Þegar október er nú lokið gerir framreikningur Umferðardeildar ráð fyrir áframhaldandi samdrætti fyrir tvo síðustu mánuði ársins eða um 1,5% fyrir nóvember og 3% í desember. Verði þetta niðurstaðan getur það leitt til að heildar samdráttar í umferð fyrir árið 2011 verði tæplega 5%, fyrir lykilteljarana 16. Ýmsar vísbendingar gefa þó til kynna að samdrátturinn, í heild, verði eitthvað minni.

Með þetta í huga, þegar aðeins tveir mánuðir eru eftir af árinu, verður að teljast afar líklegt að samanlagður samdráttur í umferð verði á bilinu 4,5% - 5,0% m.v. árið 2010.

Fyrir einstaka staði má nefna að gert er ráð fyrir 10% samdrætti í umferð um talningastað á Hellisheiði, sem jafnframt er stærsti einstaki samdráttarstaðurinn, og 5% samdrætti um talningarstað í Hvalfjarðargöngum.