Fréttir
  • Grein um Kristleif Jónsson - Vel myndskreytt bók
  • Grein um Kristleif Jónsson - Bókin
  • Grein um Kristleif Jónsson - Bókin skoðuð
  • Synir Kristleifs og vegamálastjóri skoða bókina
  • Grein um Kristleif Jónsson - Bókin skoðuð
  • Grein um Kristleif Jónsson

Bræður færa Vegagerðinni bók

um föður sinn Kristleif Jónsson vegagerðarverkstjóra

26.10.2011

Þeir bræður Jens S. og Björn Kristleifssynir heimsóttu vegamálastjóra á dögunum og færðu honum bókina "Frá Bjargtöngum að Djúpi" sem er um mannlíf og sögu fyrir vestan. Í bókinni er að finna skrif Jens um föður þeirra sem vann hjá Vegagerðinni (þá Vegagerð ríkisins) alla sína starfstíð.

Hann byrjaði sem kúskur 13 ára gamall árið 1911, flokkstjóri varð hann 1920 og verkstjóri 1930, hann lét af störfum árið 1968 sjötugur.

Vel fór á með þeim félögum þegar þeir skoðuðu verkið en greinina prýðir mikill fjöldi mynda. Kristleifur vann mestmegnis á Vesturlandi og Vestfjörðum. Hann átti einnig hugmyundina að því að reisa vörðu í mannsmynd upp á Kleifum og var vel tekið í hana. Niðurstaðan var svo smíði Kleifabúans sem prýðir ekki bara umhverfi sitt heldur á Kleifabúinn sína eigin facebook síðu. Það var Vestfirska forlagið sem gaf bókina út árið 2010.