Fréttir
  • Ferðamannavegur á Snæfellsnesi

Íslenskir ferðmannavegir

kynning á hugmyndafræðinni

19.10.2011

Undanfarin ár hefur Vegagerðin og VSÓ Ráðgjöf ásamt fleiri aðilum unnið að þróunarverkefnum um ferðamannavegi. Til þess að kynna hugmyndafræðina og verkefni um íslenska ferðamannavegi hefur VSÓ sett upp sérstaka heimasíðu. http://www.vso.is/islandsvegir.html

 

Nú á haustdögum kynnti VSÓ Ráðgjöf í samstarfi við Vegagerðina, Ferðamálastofu, Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og Snæfellsbæ undirbúningsverkefni um ferðamannaveg á Snæfellsnesi. Þar er gerð grein fyrir forsendum ferðamannavegar á Snæfellsnesi og nauðsynlegum framkvæmdum og verkefnum sem slíkur vegur kallar á. Greinagerð um verkefnið tekur til þess hluta sem snýr að leiðarvali. Gert er ráð fyrir að ferðamannavegur liggi frá Arnarstapa um Jökulháls og Eysteinsdal út í Öndverðanes.

Líta má á verkefnið sem skapalón, þ.e. ramma og aðferðafræði, fyrir skipulagningu ferðamannavega víða á landinu. Í verkefninu felast leiðabeiningar hvernig eigi að skilgreina og skipuleggja ferðamannavegi með það að markmiðið að þeir uppfylli ákveðnar kröfur m.t.t. til þarfa ferðaþjónustu, ferðamanna, umferðaröryggis og umhverfisins.

Næstu skref eru að ýta úr vör þeim verkefnum sem þarf að ráðast í við gerð ferðamannavegar.