Fréttir
  • Texti á skilti um lokun
  • Lokað - hálendisskilti
  • Ófært - hálendisskilti
  • Illfært - hálendisskilti

Illfær vegur, ófært eða lokað

nýjar merkingar við allar innkomuleiðir á hálendið

19.10.2011

Unnið er að því að setja upp nýjar og meira áberandi merkingar við allar innkomuleiðir á hálendi Íslands sem taka mið af ástandinu hverju sinni. Þrennskonar merkingar er um að ræða og má sjá myndir af þeim öllum með fréttinni.

 

Að öllu jöfnu er merkingin „illfær vegur“ sem þá er ekki fær venjulegum bílum. Þegar hinsvegar vetur leggst yfir þá má búast við að hálendisvegir verði einfaldlega ófærir og þá er slíkt merki sett upp við innkomuleiðirnar. Keðjuna sem sett er yfir veginn má þó auðveldlega losa þurfi til dæmis vélsleðamenn að komast leiðar sinnar. Leiðir á hálendinu geta eigi að síður verið færar bílum sem eru útbúnir til þess að aka þegar annars er öllu jafna ófært.

 

Þriðja og ef til vill mikilvægasta merkingin er þegar hálendisvegi er lokað. Þá er hann lokaður allri umferð, hversu vel útbúnir sem bílarnir eru því um er að ræða þíðu í vegi og akstur um veginn getur eyðilagt veginn. Brot á því að aka veg sem er lokaður varðar sektum.

 

Merkin er stór og áberandi, búin miklu endurskini.

 

 

 

 

 

Lokað - hálendisskilti

 

  Texti á skilti um lokun

 

 

 

 

Illfært - hálendisskilti

 

 

  

 

 

Ófært - hálendisskilti