Fréttir
  • Vaðlaheiðargöng opnun tilboða
  • Vaðlaheiðargöng opnun tilboða
  • Vaðlaheiðargöng opnun tilboða
  • Vaðlaheiðargöng opnun tilboða
  • Vaðlaheiðargöng opnun tilboða 1

ÍAV og Marti með lægsta tilboð í gerð Vaðlaheiðarganga

tæplega 95 prósent af kostnaðaráætlun

11.10.2011

Sameiginlegt tilboð ÍAV hf og Marti Contractors Lts frá Sviss í gerð Vaðlaheiðarganga var lægst en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð þeirra hljóðaði upp á ríflega 8,8 milljarða króna eða um 95 prósent af kostnaðaráætlun.

Önnur tilboð voru á bilinu 9,5 milljarðar upp í 10,8 frá íslenska samstarfshópnum Norðurverki, frá Ístaki hf og frá sameiginlegu boði Metrostav a.s. og Suðurverki hf.

 

Áætlaður verktakakostnaður var 9.323.350.000,-

 

Tilboðin voru þessi:

IAV/Marti (Ísland - Joint Venture)                     8.853.134.474,-      95,0 %

Norðurverk (Ísland - samstarfshópur)                 9.488.706.534,-     101,8 %

Ístak hf (Ísland)                                             9.901.752.795,-     106,2 %

Metrostav-Suðurverk (Ísland - Joint Venture)     10.849.427.276,-    116,4 %

 

Þessir standa að Norðurverki allir íslenskir:  

Árni Helgason ehf.

SS Byggir ehf.

Skútaberg ehf.

GV Gröfur ehf.

Rafeyri ehf.

Norðurbik ehf.

 

Tveir aðrir verktakar höfðu lýst áhuga á að bjóða í verkið og reyndust til þess hæfir en það voru Per Aarsleff a/s og JK Petersen Contractors P/F, Joint Venture frá Danmörku og Færeyjum annarsvegar og hinsvegar Leonhard Nilsen & Sønner AS frá Noregi. Ekki bárust tilboð frá þessum aðilum.