Fréttir
  • Umferðin í ár, uppsafnað

Minni samdráttur á Hringvegi

samdrátturinn nemur 1,2 prósentum

7.10.2011

Milli mánaða:
Umferðin í september 2011 á 16. völdum talningastöðum á Hringvegi dróst einungis saman um 1,2% m.v. sama mánuð árið 2010. Þetta er næst minnsti samdráttur, sem mælst hefur það sem af er ári, en áður hafði hann minnstur mælst milli júní mánaða eða 0,4%.
Mest dróst umferð saman á Norðurlandi eða 3,9%.  Minnst dróst umferðin saman á Hringvegi við höfuðborgarsvæðið eða 0,7%, sjá meðf. töflu nr. 3.
Á einstaka stöðum varð samdrátturinn mestur um Hringveg á Holtavörðuheiði eða 7,7%  en mest jókst umferðin um  Hringveg á Mýrdalssandi eða 4,4%.


Það sem af er ári:
Í heild hefur umferðin dregist saman í öllum mánuðum ársins borin saman við árið 2010. 
Fyrir sniðin 16, hefur umferðin dregist saman um 5,2%, mest á Suðurlandi eða 9,4% og minnst í grend við Höfuðborgarsvæðinu eða 3,8% (en innan höfuðborgarsvæðisins er samdrátturinn 2,6%, sbr. tölur frá þremur mælisniðum), m.v. árið 2010.

Umf_hingv_2011


Horfur út árið 2011:

Sé tekið mið af meðalþróun umferðar áranna 2000 - 2010, fyrir sniðin 16, eru horfur til þess að heildar samdrátturinn verði 4,8%, en það er um 0,2% minni samdráttur en gert var ráð fyrir eftir ágústuppgjör. Hegði umferðin sér svipuðum hætti og árið 2010, það sem eftir lifir árs, má búast við aðeins minni samdrætti í árslok, því eins og sést á línuriti, ,,Samanlögð meðalumferð, í mælipkt á dag", gerir framreikningur ráð fyrir að meðalkúrfan fylgi öðrum ferli en 2010 kúrfan, sem leitt getur til þess að spáð sé aðeins meiri samdrætti milli ára nú en ef til vill verður raunin, þegar árið verður gert upp.

Ef marka má þessa 16 lykilteljara á Hringveginum sést á meðf. línuriti, ,,Uppsafnaður meðalakstur á vegköflum mælipunkta",  að nú stefnir í að akstur á vegakerfinu verði heldur minni en hann var árið 2006, þ.v.s. 5 ára afturför, sem er einsdæmi, frá árinu 1975 að telja.

Fyrir einstaka staði: má geta þess að spáð er nú 10% samdrætti í umferð um Hellisheiði, sem jafnframt er stærsta samdráttarspá einstakra staða, og 4,9% samdrætti um Hvalfjarðargöng.
Minnstum samdrætti er spáð um Mývatnsöræfi en þar er búist við aukningu upp á 1,5%. En geta verður þess að um Mývatnsöræfi fer fjórða minnsta umferðarmagn þessara 16 lykilteljara.

Ath! 
Umferðartölur fyrir árið 2011 eru órýnd gögn og geta því breyst, þegar árið verður gert upp í byrjun næsta árs.

 

Talnaefni