Fréttir
  • Umferðin um Víkurskarð

Minni umferð um Víkurskarð í ár

borið saman við árið 2010

26.9.2011

Heldur hefur dregið úr umferð um Víkurskarðið það sem af er árinu 2011, borin saman við sama tímabil árið 2010, eða um 7 prósent.

Meðalumferð á dag árið 2010 var 1256 bílar/sólarhring en stefnir nú í að vera um 1170 bílar/sólarhring fyrir árið 2011.

Ef skipting milli helgarumferðar og virkra daga er skoðað, bæði þessi ár, þá virðist sem að samdrátturinn í helgarumferðinni sé um 8,6 prósent en umferðin um virka daga hefur samdrátturinn orðið um 6,3 prósent.

Ljóst er að þetta gefur vísbendingu um að mun meira dragi úr umferð til einkaneyslu en atvinnutengdri umferð.