Fréttir
  • Samanlögð umferð á höfuðborgarsvæðinu
  • Umferðin í ágúst með spá út árið

Svipuð umferð í ágúst á höfuðborgarsvæðinu

umferðin jókst um 0,1 prósent í mánuðinum.

6.9.2011

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágústmánuði reyndist 0,1 prósenti meiri en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt þremur mælisniðum á svæðinu. Umferðin reyndist því svipuð í ágúst í ár og í fyrra.

Áður hafði akstur aukist milli apríl mánaða um 0,5 % annars hefur hann dregist saman.

 

Horfur út árið 2011:

Nú er búist við því að akstur innan höfuðborgarsvæðisins geti dregist saman um 1,6% - 5,2% í einstaka sniðum og samtals um 2,8%.

Erfiðast hefur reynst að ráða í mælisnið á Hafnarfjarðarvegi, sunnan Kópavogslækjar. Þar sem það snið hefur reynst afar sveiflukennt m.v. árið á undan, samanber meðfylgjandi töflu. Það veltur því mest á því hvernig þetta snið hegðar sér það sem eftir er árs, hvort spáin gengur eftir.

Búist er við að umferð í áður nefndum mælisniðum geti dregist saman um 2% í næsta mánuði, með fyrirvara um snið á Hafnarfjarðarvegi.