Fréttir
  • Umferðin í ágúst 2011 með spá út árið
  • Uppsöfnuð umferð með spá út árið 2011

Samdráttur umferðar í ágúst

umferðin minnkar áfram

5.9.2011

Ekkert lát er á því að umferðin dragist saman á Hringveginum. Sé tekið mið af 16 lykilteljurum þá dregst umferðin í ágúst saman um 3,2 prósent frá sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári mælist uppsafnaður samdráttur 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri síðan að minnsta kosti árið 1975.

Miðað við spá Vegagerðarinnar má reikna með að umferðin í ár liggi á milli þess í magni að vera á milli áranna 2005 og 2006. En í ár stefnir í milli fimm og sex prósenta samdrátt.

Uppsafnaður samdráttur í umferð frá áramótum, þegar átta mánuðir eru liðnir af árinu, er nú 5,7%.

Samdráttur í umferð, milli ágúst mánaða 2010 og 2011, varð á öllum landssvæðum þó mest á Suðurlandi eða 5,4% en minnst við höfuðborgarsvæðið eða 1,7%.


Horfur út árið:

Fyrir 16 lykilteljara á Hringvegi eru horfur til þess að um 5% samdráttur verði í umferð (fjöldi bíla) og 6% samdráttur í akstri (fjöldi bíla x vegalengd).

Sé tekið aukalega tillit til þróunar innan höfuðborgarsvæðis má búast við aðeins minni samdrætti í akstri eða um 5%, sem þó er gríðarlega mikill samdráttur í sögulegu samhengi og gangi þetta eftir verður það mesti samdráttur í akstri milli ára frá árinu 1975, að telja.

Heildar akstur stefnir nú í að verða u.þ.b. mitt á milli þess sem ekið var á árinu 2005 og 2006, sjá meðfylgjandi graf um uppsafnaðan meðalakstur.

Sjá talnaefni og fleiri gröf.