Fréttir
  • Helgarumferðin 19. 21. ágúst
  • Helgarumferðin 19. 21. ágúst meðaltal

Aftur minni umferð um helgina

stefnir í um fimm prósenta samdrátt í helgarumferðinni í nágrenni Reykjavíkur

23.8.2011

Umferðin á sex mælipunktum á Hringvegi út frá höfuðborginni reyndist um síðustu helgi um níu prósentum minni en um sömu helgi fyrir ári síðan. Þetta er ekki umferðin á landinu öllu heldur helgarumferðin út frá Reykjavík. Sjá súlurit sem fylgja fréttinni sem myndir.

12% minni umferð var austur fyrir fjall og 4,5% minni í norður.

Um Hellisheiði fóru 13,6% færri bílar og um Hvalfjarðargöng fóru 4,6% færri bílar, en um sömu helgi árið 2010.

Það sem af er sumri hefur helgarumferð á Hringvegi út frá höfuðborgarsvæðinu dregist saman um 5%. Þetta er minnsta umferð sem mælst hefur út frá höfuðborgarsvæðinu, fyrir samanburðartímabilið.

Sjá talnaefni.