Fréttir
  • Eiði - Þverá afstöðumynd

Opið hús vegna mats á umhverfisáhrifum

Vestfjarðavegur (60), milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði

19.8.2011

Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um vegagerð á Vestfjarðavegi milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði, Reykhólahreppi og Vesturbyggð.

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 26. júlí 2011 til 6. september 2011 á skrifstofum Reykhólahrepps og Vesturbyggðar. Einnig í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar: Sjá hér.

Allir hafa rétt á að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 6. september 2011 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

Vegagerðin mun standa fyrir opnum húsum þar sem framkvæmdin og mat á umhverfisáhrifum hennar verða kynnt og tekið verður við ábendingum og athugasemdum.

Opin hús verða í :
Grunnskólanum á Reykhólum miðvikudaginn 24. ágúst kl. 17:00-21:00
Félagsheimilinu á Patreksfirði fimmtudaginn 25. ágúst kl. 17:00-21:00.

Allir eru velkomnir.