Fréttir
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu
  • Spá um umferðina á höfuðborgarsvæðinu 2011

Minni umferð á höfuðborgarsvæðinu í júlí

með fyrirvara um mælisnið á Hafnarfjarðarvegi

12.8.2011

 höfuðborgarsvæðinu, þremur mælisniðum, var umferðin í júlí minni en í sama mánuði í fyrra og nemur samdrátturinn um 4 prósentum. Fyrirvara verður að hafa á þessum tölum þar sem óvenju mikill samdráttur mældist á Hafnarfjarðarvegi, líkt og í janúar, en ekki hefur fundist haldbær skýring á þessu.

Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um 3,2 prósent en útlit er fyrir að umferðin í ár dragist saman um 2-3 prósent og yrði umferðin þá svipuð eða heldur meiri en árið 2006.

Sjá talnaefni og fleiri línurit. 

Horfur út árið 2011:

Gert er nú ráð fyrir að umferð geti dregist saman um 2 - 3% á Höfuðborgarsvæðinu miðað við árið 2010. Sjá mynd með fréttinni.