Fréttir
  • Héðinsfjörður metumferð 6.ágúst

Metumferð í Héðinsfjarðargöngum 

met féll laugardaginn 6. ágúst

9.8.2011

Laugardaginn 6. ágúst sl. fóru 2107 bílar um Héðinsfjarðargöngin Siglufjarðarmegin en 2091 bíll um göngin Ólafsfjarðarmegin sem jafngildir því að 2099 bílar hafi farið um bæði göng.

Meðalumferðin yfir helgina var 1779 bílar/sólarhring, sem einnig er nýtt met yfir helgarumferð um Héðinsfjarðargöng. Meðalumferð það sem af er ári er komin í 601 bíla/sólarhring, sem gæti þýtt meðalumferð (ÁDU), rúmlega 500 bíla/sólarhring þegar árinu lýkur, sem yrði töluvert meira en búist var við.

Samkvæmt svokallaðri háspá var þó gert ráð fyrir að umferðin yrði í mesta lagi 500 bílar/sólarhring (ÁDU).