Fréttir
  • Engidalur - endurbætur á gatnamótum

Gatnamót í Engidal á Hafnarfjarðarvegi - endurbætur

kynning á framkvæmd

9.8.2011

Vegagerðin hefur boðið út breikkun og endurbætur á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar, Álftanesvegar og Fjarðarhrauns í Engidal ásamt breikkun syðri akreinar Fjarðarhrauns að beygjurein við Hólshraun. Í verkinu er einnig innifalin gerð fráreinar af Hafnarfjarðarvegi inn í Goðatún norðan við Vífilsstaðaveg.

Tilboð verða opnuð þann 23. ágúst nk. en verkinu á að vera lokið 15. desember í ár.

 Sjá kynningu á verkinu hér á vef Vegagerðarinnar.