Fréttir

Helgarumferðin

2.8.2011

Frá föstudegi til og með mánudags reyndist umferðin um síðustu helgi (verslunarmannahelgina) vera rúmlega 12% minni en um sömu helgi árið 2010, á 6 völdum talningastöðum á Hringvegi út frá Höfuðborgarsvæðinu, sjá staðsetningu talningastaða í meðf. töflu.Hringvegur_vid_Rvik_medaltal_2008-2010

Umferðin austur fyrir fjall reyndist 13,3% minni en um sömu helgi fyrir ári síðan. Norður fyrir varð samdrátturinn 10,5%.

Um Hellisheiði dróst umferðin saman um 13,3% en um Hvalfjarðargöng varð 9,1% samdráttur.

Umferðin á sjálfum frídegi verslunarmanna, eða á mánudeginum, reyndist 6,5% minni en í fyrra.

Sé einungis horft til föstudags til og með sunnudags varð 13,8% samdráttur umferðar.

Austur fyrir fjall varð 14,5% samdráttur og norður fyrir 12,9% samdráttur föstudag til sunnudags.

Um Hellisheiði dróst umferðin saman, þessa þrjá daga, um 14,4% og um Hvalfjarðargöng 11,3%.

Af meðf. stöplariti sést að föstudags - sunnudagsumferðin um verslunarmannahelgina varð sú sama og um helgina þar á undan (þ.e. 23 - 25 júlí).

Helgarumferðin um síðustu helgi er langt undir meðaltalsumferð verslunarmannahelga síðustu ára (2008 - 2010).

Það sem af er sumri er helgarumferð 6,7% minni en meðaltal undanfarinna ára.