Fréttir
  • Múlakvísl 15. júlí síðdegis
  • Múlakvísl 15. júlí síðdegis
  • Múlakvísl 15. júlí síðdegis
  • Múlakvísl 15. júlí síðdegis
  • Múlakvísl 15. júlí síðdegis
  • Múlakvísl 15. júlí síðdegis
  • Múlakvísl 15. júlí síðdegis
  • Múlakvísl 15. júlí síðdegis
  • Múlakvísl 15. júlí síðdegis
  • Múlakvísl 15. júlí síðdegis

Umferð hleypt á nýju brúna á hádegi

stefnt að því

16.7.2011

Útlit er fyir að umferð verði hleypt á nýju bráðabrigðabrúna yfir Múlakvísl á hádegi í dag laugardag. Verkið hefur unnist ótrúlega vel og það hlýtur að teljast vel unnið verk að koma upp 156 metra langri brú yfir jökulfljót á sjö dögum, á einni viku frá hlaupi sem hreif með sér brúna sem byggð var 1990.

Báðir brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar hafa lagt við dag og nótt sem og verktakar í jarðvinnu Suðurverk og Framrás auk verktakanna Andrésar Pálmasonar og Vélsmiðju Suðurlands og fleiri sem hafa komið að verkinu á einn eða annan hátt. Allir þessir aðilar hafa lagt á sig ómælda vinnu við að takast mætti að opna Hringveginn.

 

Brúarvinnuflokkarnir og aðrir sem að verkinu koma munu fyrstir ganga yfir brúna í dag en á móti þeim taka ráðherrarnir Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson auk vegamálastjóra Hreins Haraldssonar. Að góðu verki loknu munu margir fegnir komast í langþráð sumarfrí.

Mennirnar hrósa kostinum í mötuneytinu í hástert, sérstaklega einstaklega bragðgóðum flatkökum sem Hrefna Jónsdóttir á heiðurinn af en henni til aðstoðar í mötuneytinu hefur verið Katrín Ósk Jónsdóttir. Það var því varla á bætandi þegar Nói Síríus sendi á verkstað sælgæti og orkustykki sem menn gerðu þó góð skil.