Fréttir
  • Unnið við Múlakvísl 13. júlí

Umferð gæti komist á nýja brú á laugardag

eða í síðasta lagi á sunnudag

15.7.2011

Brúarsmíðin við Múlakvísl hefur gengið það vel að nú er reiknað með að hægt verði að hleypa umferð á brúna á laugardag eða sunnudag. 

Eftir að búið verður að veita ánni undir nýju bráðabrigðabrúna, sem gert verður síðdegis í dag föstudag eða kl. 17:00, verður staðan metin með tilliti til þess hvenær hægt verður að hleypa umferð á brúna og opna þar með Hringveginn að nýju.

Tímasetningar á þessari opnun verða ekki endanlegar fyrr en á laugardagsmorgun.

(Frétt kl. 13:00)

 

Short in English:

 

Building the temporary bridge over Mulakvisl is going faster than anticipated. Now it is estimated that even tomorrow it could be opened for traffic or at latest on Sunday.

That will though not be clear until after the river has been directed under the bridge.