Fréttir
  • Við Múlakvísl 13. júlí

Aukinn gangur í brúarsmíðinni

Hlé verður gert á ferjuflutningum yfir Múlakvísl milli 17 og 20/21 í dag

15.7.2011

Brúarsmíði við Múlakvísl gengur mun hraðar fyrir sig en reikna mátti með. Brúin sem slík verður tilbúin í dag.

Stefnt er að því að hleypa fljótinu undir nýju brúna kl. 17:00 í dag. 

Meðan það verður gert er nauðsynlegt að gera hlé á ferjuflutningum fólks og bíla yfir Múlakvísl. Þegar búið verður að veita fljótinu undir bráðbrigðabrúna mun taka 3-4 klukkutíma fyrir ána að setjast á nýjan leik þannig að unnt verði að aka aftur yfir með fólk og bíla. Jarðýtur munu útbúa nýtt vað áður en ferjuflutningar hefjast aftur.

Ferjuflutningum verður því hætt tímabundið milli klukkan 17:00 og 20:00/21:00. Hvenær opnað verður aftur ræðst af því hvernig og hve fljótt áin sest aftur og hvað langan tíma tekur að útbúa öruggt vað.

Því hefur verið ákveðið að lengja í kvöld þann tíma sem ferjað er yfir ána, ekki verður hætt kl. 23:00 heldur haldið áfram meðan þörf er.

(Frétt kl. 10:10)

Short in English:

The glacial river Mulakvisl will be directed under the new temporary bridge today Friday at five o'clock in the afternoon. This will mean that the car ferry will be halted between 17:00 and 20:00/21:00 tonight. After the car ferry resumes it will be in operation till everybody has been ferried over the river, the ferry will not stop operation at 23:00 as preivious days.

The river will flow in a new place and it will take 3-4 hours for it to settle and for the bulldozers to find and make a new ford.