Fréttir
  • Frá opnun Bolungarvíkurganga

Hraðamyndavélar teknar í notkun í Bolungarvíkurgöngum og Héðinsfjarðargöngum.

föstudaginn 15. júlí

14.7.2011

Þann 15. júlí  næstkomandi verða hraðamyndavélar í Bolungarvíkurgöngum og Héðinsfjarðargöngum teknar í notkun.

Uppsetning vélanna er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er tilgangurinn sá að draga úr ökuhraða á þjóðvegum og fækka umferðarslysum. Umferðaröryggisáætlun er hluti samgönguáætlunar.

Hámarkshraðinn er 70 km/klst.

Fréttatilkynning