Fréttir
  • Við Múlakvísl 14. júlí
  • Við Múlakvísl 14. júlí
  • Við Múlakvísl 14. júlí
  • Við Múlakvísl 14. júlí
  • Við Múlakvísl 14. júlí
  • Við Múlakvísl 14. júlí
  • Við Múlakvísl 14. júlí
  • Við Múlakvísl 14. júlí
  • Múlakvísl afstöðuteikning
  • Við Múlakvísl 14. júlí

Miðar hratt og örugglega við Múlakvísl

stefnt að því að hleypa vatninu undir nýju brúna aðfaranótt laugardags

14.7.2011

Brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar gefa ekkert eftir þessa dagana frekar en aðrir starfsmenn Vegagerðarinnar sem vinna hörðum höndum að því að koma upp bráðabrigðabrúnni yfir Múlakvísl og tengja Hringveginn við hana.

Nú í morgun voru öll okin komin upp og búið að leggja alla stálbita á þau utan tvær lengdir. Brúin verður 156 metra löng. Stutt er í að allir stálbitarnir verði komnir á sinn stað. Um 5o metrar af trégólfinu er komnir upp. Í lok dags verður allt trégólfið komið upp á brúna. Þá hefst einnig í dag vinna við að setja upp vegrið á brúna og hafist verður handa við að legga slitgólf ofan á trégólfið. Jafnframt er unnið að stífingum og festingum á brúnni.

Stefnt er að því að hleypa vatninu undir nýju brúna aðfararnótt laugardags. Þar sem mikil dægursveifla er í vatnsmagninu er hægast um vik að hleypa vatninu undir þegar það er minnst undir morgun.

Unnið er af krafti við vegtengingu brúarinnar að vestanverðu og koma þar upp garði með grjótvörn við brúarendann.

Verið er að ýta upp efni úr ánni að austanverðu, efni sem fljótið ber með sér en það mun nýtast í varnargarðana og vegagerðina. Byggður verður varnargarður að austanverðu til að verja vegtenginguna við brúna þar.

Miðað við þennan framgang má búast við að hægt verði að hleypa umferð á bráðbrigðabrúna heldur fyrr en um miðja næstu viku eins og áætlað var. Fljótið ræður þó miklu um hvernig gengur að koma upp varnargarði að austanverðu og tengja brúna þeim megin.

Á Fjallabaksvegi nyrðri er búið að fjölga mjög umferðarmerkjum en alls verða sett upp um 70 skilti. Flest eru aðvörun um beygjur og um leiðbeinandi hraða í beygjum en nokkuð hefur verið um að ökumenn aki of hratt í beygjur. Einnig hafa verið sett upp hraðamerki en hámarkshraði er 60 km/klst. Leiðbeinandi hraði við vöð er 5 km/klst. Sama verður gert í dag á Dómadalsleið og verður verkinu lokið í síðasta lagi á morgun.

Afstöðumynd sem sýnir nýju brúna, þá gömlu, varnargarðana sem verið er að byggja og vegtengingar við bráðbrigðabrúna.

(Frétt kl. 11:30)

 

Short in English:

Building the temporary bridge over Mulakvisl is going faster than planned so that now it might be opened a bit of schedule which was the middle of next week or before the end of that week.

The Icelandic Road Administrations brigde builders have been working very hard the last few days and have some work ahead of them.

The actual brigde will be mostly finished today and the plan is to force the river under the new bridge in the wee hours of Saturday when water is in the river is at it's lowest daily level.