Fréttir
  • Múlakvísl

Flutningar yfir Múlakvísl hefjast aftur kl. 9:00 í fyrramálið (miðvikudag 13. júlí)

fólk og bílar flutt til 23:00

12.7.2011

Ákveðið hefur verið að hefja aftur fólks- og bílflutninga yfir Múlakvísl eftir að þeim var hætt tímabundið í dag þegar það óhapp varð að rútan með farþegum festist í fljótinu og bjarga þurfti farþegunum af þaki rútunnar.

Öflugri trukkur verður fenginn til fólksflutninganna og verður hann til staðar í fyrramálið þegar fólksflutningar hefjast kl. 09:00. Líkt og fyrr verða bílarnir fluttir á þremur vörubifreiðum.

Fyllsta öryggis verður gætt. Fjarskipti aðila á vettvangi verða samstillt, fylgst verður stöðugt með vatnshæð og stjórn á vettvangi verður styrkt enn frekar. Reglulega verður farið yfir vaðið á jarðýtu til að tryggja öryggi eins og unnt.

Ákvörðun um þetta var tekin af Vegagerðinni nú síðdegis í samvinnu við almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og lögregluna á Hvolsvelli.

Vaðið verður opið og flutningar standa yfir frá 07:00 til 23:00 nema annað verði ákveðið.

(Frétt kl. 18:10)

Short version in English:

Transportation of people and cars over Mulakvisl will resume at 9 o'clock tomorrow morning July 13th. A bigger more powerful truck will transport passangers, transportation of cars will be as before.

This service will be open from 9 tomorrow morning till 11 o'clock in the evening. After that it will be open from 07:00 til 23:00.