Fréttir
  • Múlakvísl

Byrjað að ferja fólk yfir

Rútan fór með fyrsta hópinn fyrir fjögur

11.7.2011

Farið er að ferja fólk yfir Múlakvísl en nokkur fjöldi fólks bíður eftir að komast yfir ána í rútur. Rúta og tveir trukkar eru fyrir austan til að ferja fólk og bíla yfir á vaði.

Útbúin hafa verið plön beggja vegna þar sem hægt er að aka bílum beint á vörubílspall. Bílaflutningar eru einnig að hefjast. Miðað er við að ferja yfir ána til að minnsta kosti 22:00 í kvöld og jafnvel til miðnættis,

Vörubílarnir geta tekið alla venjulega bíla. Fært er fyrir stærri fjórhjóladrifsbíla um Fjallabaksveg nyrðri.

Reynsla á eftir að koma á þennan ferðamáta en júlíumferðin á þessu svæði er um 1000-1200 bílar á sólarhring. Um 10 mínútur tekur að koma bíl fyrir vaðið þannig að ljóst er að ef umferð verður mikil gæti orðið töluverð bið á því að komast yfir Múlakvísl. Þó má búast við að hægt verði að anna um 25-35 prósent af venjubundinni umferð með þessum hætti.

(Frétt kl. 16:30)

Short in English:

Transportation of people and cars over Mulakvisl has started. The first truckload of people went over the river just before four o'clock this afternoon.

Parking lots for waiting cars have been built on both sides but people and cars will be ferried over the river till 22:00 tonight and even longer or till midnight. The trucks can ferry most ordinary cars. The traffic in July is usually about 1000-1200 cars per day so if there is heavy traffic there could be a long wait.