Fréttir
  • Múlakvísl
  • Múlakvísl
  • Múlakvísl

Unnið af fullum krafti

við bráðbrigðabrú yfir Múlakvísl

11.7.2011

 

(Frétt kl. 13:00) Unnið er af fullum krafti við byggingu bráðabrigðabrúar yfir Múlakvísl.

Unnið er í jarðvinnu á svæðinu, m.a. fyllingu svo hægt sé að vinna á svæðinu og losun á grjóti í rofvarnir..

Allt efni sem þarf til byggingar brúarinnar er til þ.e.a.s. stálbitar og timbur og er unnið að flutningi þess á staðinn. Hluti tækja er kominn austur og það sem vantar af tækjum er á leiðinni.

Báðir brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar koma á staðinn í dag með lið sitt og búnað. Bætt verður við mannskap eftir þörfum.

Bráðabrigðabrúin verður 150-160 m löng en ekki er talið ráðlegt að minnka vatnsopið frá því sem það er núna. Brúin verður vestan við gömlu brúna.

Verið er að bæta í vegina bæði á Fjallabaksveg nyrðri og Dómadalsleið og eru tæki á staðnum. Hraður akstur gæti þó farið illa með vegina og vöð en settar verða upp merkingar um 60 km hámarkshraða og 5 km leiðbeinandi hraða við vöð. Öxulþungi verður takmarkaður við 7 tonn á báðum vegum. Veginum verður haldið við. Björgunarsveitir eru á Fjallabaksleið.

Stjórnvöld hafa heimilað Vegagerðinni að flytja megi fólk yfir vað á Múlakvísl á vörubifreið eða sérútbúinni rútu og einnig að flytja bíla yfir með vörubifreiðum. Bílar eru komnir á staðinn og hefjast flutningar innan skamms eða um leið og vað verður tilbúið. Björgunarsveitir munu skipuleggja ferðirnar yfir kvíslina en Vegagerðin sér um vaðið og heldur því við. Vegagerðin ber kostnaðinn af þessum flutningi sem verður almenningi að kostnaðarlausu.

 

Short version in English:

Work on building a temporary bridge over Mulakvisl after the flood is in full force. All necessary building material is in place or on its way to the site. The bridge will be 150-160 m long a bit to the west from the old bridge.

The mountain roads north of the glacier Katla can be used as a bypass but only for larger 4x4 vehicles. Those roads (Fjallabaksleid nyrdri and Domadalsleid) are being worked on to make them better and to compensate for increased traffic.

Trucks to move people and cars over the glacialvriver are in place. Work is being done to find a feasible path passed the river but it is estimated that only about 6 cars can be moved this way in an hour. That service will be without charge.