Fréttir
  • Umferðin i juni og spa
  • Umferðin i juni

Er umferðin á Hringvegi að rétta úr kútnum?

nánast enginn samdráttur í júní

1.7.2011

Samdráttur í umferð, á 16 mælipunktum á Hringvegi, varð aðeins 0,4% minni í júní 2011 m.v. sama mánuð árið 2010. Þetta er lang minnsti samdráttur sem mælst hefur á þessu ári, milli einstakra mánaða. Það má segja að þessi óverulegi samdráttur nú, komi á óvart, sé horft til þess mikla samdráttar sem orðið hefur undanfarna mánuði og vísbendingar í helgarumferð á 6 mælistöðum á Hringvegi í kringum höfuðborgarsvæðið í júní gáfu til kynna, samanber eldri fréttir af helgarumferð.

 

Mestu munar um að umferðin á mælpunktum á Suðurlandi jókst nú, milli mánaða, í fyrsta sinn á þessu ári eða um 4,5% sem jafnframt er mesta aukning á einstökum landssvæðum, sbr. meðfylgjandi töflu nr. 3.

 

Á Hringvegi um Höfuðborgarsvæðið varð 0,3% aukning.

Mest dróst umferðin saman í mælipunktum á Norðurlandi eða 5,4%.

Mest eykst umferðin í mælipunkti vestan Hvolsvallar (umferð frá Landeyjarhöfn) en dregst mest saman í mælipunkti á Mývatnsheiði (kalt veður í júní).

 

Þegar árið er hálfnað, hefur umferðin í 16 mælipunktum á Hringvegi, dregist saman um 7%, miðað við árið 2010. Mestur hefur samdrátturinn orðið á Suðurlandi eða um 12,5% en minnstur um höfuðborgarsvæðið eða um 5%.

 

 Samanburður

 

Horfur út árið:

Það sem af er ári hefur samdráttur í akstri á Hringvegi (16. lykilteljarar) orðið talsvert meiri en í þremur mælisniðum innan Höfuðborgarsvæðis, sbr. eldri fréttir af umferð á höfuðborgarsvæðinu. Óhjákvæmilegt er því að taka tillit til þeirrar þróunar nú, þótt 16 lykilteljarar hafi hingað til gefið góða vísbendingu um þróun aksturs á landinu öllu.

Að teknu tilliti til þessa má nú búast við um 6 prósenta samdrætti í akstri á landinu öllu árið 2011, þegar það er hálfnað. (Ath. spá).

Nú fer í hönd umferðarmesti mánuður ársins. Afar fróðlegt verður að sjá hvaða umferðartölur koma frá þeim mánuði.

Hafa ber í huga að meiri umferð í júlí nú í ár, en áætlanir gera ráð fyrir, getur hæglega kollvarpað þessum horfum/spá út árið. Því rétt að hafa allan fyrirvara á, að svo komnu. En að loknum júlí, hefur reynslan hingað til sýnt að horfur út árið hafa reynst nokkuð áræðanlegar.

 

Talnaefni og fleiri línurit