Fréttir
  • Helgarumferðin samanburður
  • Helgarumferðin

Helgarumferðin þyngist

Meiri umferð um helgina en fyrir viku en minni umferð en í fyrra

27.6.2011

Umferðin á sex völdum talningarstöðum út frá höfuðborginni um helgina sem var að líða reyndist töluvert meiri en um helgina fyrir viku en var eigi að síður nokkuð minni en um sömu helgi í júní í fyrra. Umferðin austur fyrir fjall var sú sama og í fyrra en töluvert minni umferð reyndist á norðurleiðinni. 

Helgarumferðin í júní, allar helgar á þessum sex talningarstöðum, reyndist 6,3 prósentum minni en í júní í fyrra. Samkvæmt reynslu má búast við að næstu 3-4 fjórar helgar verði svipaðar varðandi umferðina en líklegt má telja að veðrið hafi nokkuð að segja um þróunina

Umferðin um síðastliðna helgi, borin saman við sömu helgi árið 2010, varð sem hér segir:

Austur fyrir fjall (á þremur talningastöðum) varð svipuð umferð eða 0,2% aukning.

Norður fyrir (á þremur talningastöðum) varð aftur á móti um 10% samdrátt að ræða. Jókst samdrátturinn í réttu hlutfalli við fjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu, sjá talnaefni.

Samtals, fyrir alla talningastaðina sex, varð því um 4 prósenta samdrátt að ræða.

Þá liggur sem sagt fyrir heildarumferð allra helga í júní og niðurstaðan sú að samanlögð helgarumferð fyrir júní varð 6,3% minni, en fyrir júní í fyrra.

Þrátt fyrir að ný afstaðin helgi nái ekki meðalumferð síðustu ára (2008 - 2010) varð hún þó mun meiri en helgina þar á undan, sjá súlurit er sýnir helgarumferð síðustu ára og stöplarit er sýnir meðalumferð sumarhelga frá 2008 - 2010.

Þegar horft er á stöplaritið, er sýnir meðalhelgarumferð síðustu ára, má búast við svipaðri umferð næstu 3 - 4 helgar. Þegar nánar er rýnt í stöplaritið má sjá að jafnaði er helgin um miðjan júlí stærst en verslunarmannahelgin, sem jafnan hefur verið talin stærst í hugum fólks, er ekki nema sú 6 stærsta að jafnaði þegar föstudagur, laugardagur og sunnudagur eru skoðaðir. Telji menn að frídagur verslunarmanna (mánudagur) sé gríðarlega stór þá hefur reynslan sýnt að hann er svipaður og hefðbundinn sunnudagur yfir sumartímann að stærð. Ath. þetta á bara við þess 6 staði. 

Ath! Umferðargreinir á Hellisheiði er enn bilaður, því eru tölur þaðan áætlaðar með aðstoð teljara í veðurstöð, á sama stað. Umfram hefðbundna fyrirvara er sérstakur fyrirvari því hafður á tölum, frá Hellisheiði.