Fréttir
  • Helgarumferðin
  • Helgarumferðin

Ekkert lát á minnkun umferðar

Um 12 prósent minni umferð um helgina en fyrir ári síðan

20.6.2011

Heldur minni umferð mældist á Hringvegi á 6. völdum talningastöðum, helgina 17-19 júní, í ár miðað við sömu helgi árið 2010 eða um 12% minni. Umferðin þessa helgi var einnig 5,5% minni en um síðustu helgi þ.e.a.s. hvítasunnuhelgina.

Umferðin, austur fyrir fjall, sl. föstudag, virðist vera tæplega þriðjungi minni en á sama föstudegi, fyrir árið síðan, en tæplega 10% lægri á sunnudeginum.

Aðeins minna dregur úr umferð í norður eða um 20%, eða um fimmtung, á föstudegi og um 9% á sunnudegi.

Miðað við alla helgina, eða föstudag til sunnudags, þá dregst uppsöfnuð umferð saman um 14%, austur fyrir fjall, og um 9% í norður, m.v. sömu helgi árið 2010. Þess skal getið, í þessu sambandi að 17. júní bar upp á fimmtudag árið 2010.

Fyrir 3 fyrstu helgar í júní þá hefur uppsöfnuð meðalumferð, þessara sex talningastaða, dregist saman um 7,1% m.v. árið 2010. Er þetta lang mesti samdráttur á helgarumferð frá því að þessi samantekt byrjaði.

Skv. þróun síðustu ára sem lesa má af meðf. súluritum má búast við því að nú fari í hönd 3 stærstu helgar sumarsins þ.e.a.s. föstudagur - sunnudags, verður því afar fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.

Talnaefni.

 

Ath! Umferðargreinir á Hellisheiði er bilaður, þess í stað hefur Vegagerðin nú stuðst við leiðréttar tölur frá veðurstöð á sama stað, er því aukalega fyrirvari hafður á þeim tölum.