Fréttir
  • Umferð á Suðurlandsvegi

Umferðin um Hvítasunnuhelgina

Minni en um síðustu Hvítasunnuhelgi en meiri en um síðustu helgi

14.6.2011

Umferðin um helgina síðustu var töluvert meiri en um sömu helgi í júní árið 2010, en hinsvegar var hún minni en um Hvítasunnuhelgina fyrir ári síðan þótt helgin sú væri fyrr á árinu eða 22. - 24. maí.

Erfitt er að bera saman umferðina á þennan hátt milli ára enda helgarnar mjög misjafnar og ber að hafa á þann fyrirvara. Umferðin á föstudegi, laugardegi og sunnudegi er borin saman. Til að auka á óvissuna var teljari á Hellisheiði bilaður um helgina.

 

Þá lítur samanburðurinn svona út, þegar búið er að taka Hellisheiðina út úr myndinni:

Athugið! Hér er verið að bera saman Hvítasunnuhelgi í júní 2011 við venjulega helgi í júní 2010, því er ekkert óvenjulegt við það að umferðin sé meiri nú í ár.

Umferð um Ingólfsfjall jókst um 7,8%

Umferð um Geitháls jókst um 1,5%

Umferð um Árvelli jókst um 4,4%

Umferð um Hvalfjarðargögn jókst um 3,5%

Umferð um Hafnarmela jókst um 5,1%

 

Einnig má búast við meiri umferð um næstu helgi, borin saman við sömu helgi 2010, þar sem 17. júní ber upp á föstudag nú í ár.

 

 

 talnaefni

 

 

Til frekari upplýsinga ákvað Vegagerðin að bera saman Hvítasunnuhelgina í ár (10.-13. júní) við Hvítasunnuhelgina árið 2010 (21.-24. maí), til að sjá til samanburðar hvernig þær koma út þótt þær séu í sitt hvorum mánuðinum, þá kann það að gefa vísbendingar um raun stöðuna:

Samanburðarstaðir eru Ingólfsfjall og Hvalfjarðargöng, föstudagur til og með mánudags:

Staður                    2010               2011

Ingólfsfjall           44.673 (bílar)      43.518 (bílar)           -2,6% samdráttur

Hvalfjarðargöng   31.937 (bílar)      30.828 (bílar)           -3,5% samdráttur

Athygli vekur að um samdrátt sé að ræða þótt Hvítasunnuhelgin í ár sé 3 vikum seinna í árinu.