Fréttir
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu

Minna dregur úr akstri innan höfuðborgarsvæðisins

í þremur völdum sniðum, en úti á Hringvegi.

10.6.2011

Heldur dró minna úr akstri innan höfuðborgarsvæðsins í maí mánuði en spá Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir. Eigi að síður var ekið 3,7 prósentum minna í maí í ár en í sama mánuði í fyrra á þremur völdum mælipunktum á höfuðborgarsvæðinu.

Spá Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir að samdráttur verði einnig í júní en þó minni eða 2,6 prósent.

Sem fyrr er sagt þá dróst aksturinn, innan höfuðborgarsvæðisins, saman um 3,7%, borinn saman við sama mánuð árið 2010. Vegagerðin hafði, eftir að niðurstöður lágu fyrir í apríl, gert ráð fyrir um 5,8% samdrætti í maí, því varð samdrátturinn mun minni en búast hefði mátt við. Kann þetta að stafa af því að færri höfuðborgarbúar fari út á land miðað við áður, sem leitt getur til að hlutfallslega fleiri bílar séu á ferðinni innan höfuðborgarsvæðisins en í venjulegu árferði.

Það sem af er ári hefur akstur, innan höfuðborgarsvæðisins, dregist saman um 3,3%

Umferðin með spá 

Horfur (spá, sjá mynd hér fyrir ofan)

Vegagerðin gerir nú ráð fyrir að akstur innan höfuðborgarsvæðisins muni dragast saman um 2,6% í júní, borinn saman við sama mánuð árið 2010 sem og í heild fyrir allt árið 2011.

Eins og áður hefur komið fram, gangi þetta eftir, er mun minni samdráttur en í 16 völdum talningasniðum úti á Hringvegi þar sem spáð er 9% samdrætti fyrir árið 2011, eftir 5 fyrstu mánuði ársins.

Talnaefni og línurit

 

Athugið að umferðartölur fyrir árið 2011, eru birtar með fyrirvara.