Fréttir
  • Helgarumferðin júní

Lítil umferð fyrstu sumarhelgina

má búast við minni helgarumferð í sumar

9.6.2011

Eins og fyrstu helgartölur bera með sér, er von á talsvert minni umferð, um helgar nú í sumar en undanfarin fjögur ár. Fyrsta helgin í júní er sú lang umferðarminnst frá því að birting þessara talna hófst. Er þetta þó í fullu samræmi við tölur sem Vegagerðin hefur áður birt frá 16. völdum talningastöðum á Hringvegi.

Samanlögð umferð fyrstu helgina í júní er tæpum 14% minni en hún var árið 2010. Umferðin er 11,5% minni austur fyrir fjall og 16,4% norður fyrir.

Frá því árið 2008, höfum við birt helgarumferð út frá Höfuðborgarsvæðinu, á sex völdum talningastöðum á Hringvegi í júní, júlí og ágúst, eftir hverja helgi. Er þetta m.a. gert til upplýsinga fyrir almenning og löggæsluyfirvöld, þá til að aðstoða við skipulagningu frídaga og löggæslu, einnig nýtist þetta Vegagerðinni við áætlanagerð.

 

Talningarstaðirnir eru þessir:

Ingólfsfjall við Selfoss, vegnúmer 1-d6

Hellisheiði, vegnúmer 1-d8

Geitháls, vegnúmer 1-e2

Árvellir, Kjalarnesi, vegnúmer 1-f5

Hvalfjarðargöng, vegnúmer 1-f8

Hafnarmelar, vegnúmer 1-g4

 

Talnaefni

 

Athugið að umferðartölur fyrir árið 2011, eru birtar með fyrirvara.