Fréttir
  • Þjórsárbrú
  • Merki NVF

Norrænu brúarverðlaunin 2012

verða veitt í Reykjavík á Via Nordica ráðstefnunni

31.5.2011

 

Norrænu brúarverðlaunin eru veitt fjórða hvert ár og eru kynnt af Norræna vegasambandinu (NVF) og brúatækninefndum NVF.  Þau eru veitt fyrir framúrskarandi framlag á sviði brúarverkfræði, með sérstöku tilliti til notagildis þeirra á Norðurlöndum.  Verðlaunin eru veitt eiganda brúarinnar, eða fulltrúa hans við hátíðlega athöfn á Via Nordica 2012 ráðstefnunni,  sem haldin verður í Reykjavík 11. – 13.  júní 2012 (http://www.vianordica2012.is).  Þar verður kynning á verkinu.

 

Verðlaunin fyrir árið 2012 eru veitt fyrir nýja brú eða endurgerð brúar, sem er staðsett á Norðurlöndum og verkið hefur verið fullunnið á árunum 2004 til júní 2012.  Verkið skal vera eftirtektarvert, frumlegt, skapandi eða á annan hátt hvetja til mikilvægs framlags á sviði brúarverkfræði.  Stærð brúarinnar skiptir ekki mál.

 

Senda skal tilnefningu um brú á Íslandi til ritara íslensku brúatækninefndarinnar, Guðrúnar Þóru Garðarsdóttur,  Vegagerðinni, Borgartúni 7, 105 Reykjavík fyrir 31. október 2011.

 

Tillagan skal innihalda: 

stutta lýsingu og ljósmynd af brúnni

lýsingu á verðleikum og framkvæmd

- upplýsingar um tengilið