Fréttir
  • Unnð við malarveg.

30 milljónir aukalega í malarvegi á Vestfjörðum

Vegamálastjóri veitir aukafjárveitingu

25.5.2011

Vegamálastjóri ákvað nýlega að veita aukalega 30 milljónum króna til viðhalds á malarvegum á sunnanverðum Vestfjörðum. Með því er vænst að vegirnir verði í heldur betra ástandi í sumar en verið hefur undanfarin ár þótt rétt sé að taka fram að þetta veldur engri byltingu en bætir ástandið nokkuð.

 

Féð verður notað á Dynjandisheiði, Vestfjarðavegi, Ketildalavegi, Örlygshafnarvegi og víðar.

Það sem til stendur að gera á sunnanverðum Vestfjörðum er að úr hefðbundinni viðhaldsfjárveitingu verður lokið við mölburð á Örlygshafnarvegi að Kollsvíkurvegi. Þá er einnig áætlað að styrkja Vestfjarðaveg í Gufudalssveit um Hjallaháls og Ódrjúgsháls.

 

Viðbótarfjarveiting fer til:

·         Ljúka mölburði á Dynjandisheiði frá Barðastrandarvegi og norður að sýslumörkum.

·         Viðhald vegar, brot og endurmótun á Vestfjarðavegi um  Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð.

·         Brot og endurmótun á Ketildalavegi ásamt lagfæringu á fyllingu í Hringsdal.

·         Brot og endurmótun ásamt rásagerð og ræsaniðursetningu á Örlygshafnarvegi um Hafnarfjall.

·         Brot og endurmótun á hluta Tálknafjarðarvegar.

·         Mölburður á hluta Vestfjarðavegar um Hjalla- og Ódrjúgsháls.

 

Hluti þessara aðgerða er hafinn.