Fréttir
  • Brú yfir Raknadalsá
  • Seljalandsós
  • Brú yfir Raknadalsá
  • Brú yfir Hrísnesá

Fjórar einbreiðar brýr hverfi

Vegagerðin leggur til að fjórar brýr á Vestsfjörðum verði breikkaðar

4.5.2011

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á Ísafirði 5. apríl að ráðast í verkefni í vegagerð á Vestfjörðum fyrir 350 milljónir króna til viðbótar við verkefni á samgönguáætlun.

Vegagerðin hefur gert tillögu um að fjórar einbreiðar brýr á Djúpvegi og Barðastrandavegi verði breikkaðar þ.e.a.s. byggðar verði nýjar brýr á Seljalandsós og Seljalandsá á Djúpvegi (61), ný brú verði byggð á Raknadalsá á Barðastrandarvegi (62) og að ræsi komi í stað einbreiðrar brúar á Hrísnesá sem einnig er á Barðastrandarvegi (62)

Ríkisstjórnin ákvað á fundinum að til viðbótar við þau verkefni sem eru á samgönguáætlun verður ráðist í ný verkefni samkvæmt faglegu mati Vegagerðarinnar fyrir 350 milljónir króna. Mat Vegagerðarinnar ræðst af því hver verkefnanna séu best til þess fallin að auka atvinnu, bæta öryggi vegfaraenda og bæta ástand vegamála á Vestfjörðum almennt.

Í þessu ljósi er lagt til að fækka einbreiðum brúm sem eykur umferðaröryggi og eins er brúarsmíðin mannaflsfrekari en hefðbundin vegalagning.

Unnið verður að þessu síðar á árinu.