Fréttir
  • Umferðin í höfuðborginni
  • Umferðin í reykjavík spá

Meiri umferð í höfuðborginni í apríl

umferðin í apríl aðeins meiri en í apríl í fyrra

3.5.2011

Umferð jókst um 0,5% á milli aprílmánaða 2011 og 2010 í þremur mælisniðum innan höfuðborgarsvæðisins. Er þetta í fyrst sinn á þessu ári sem umferð eykst á milli samanburðarmánaða 2011 og 2010. Ástæða aukningar nú kann að vera sú að borgarbúar hafi farið minna út á land yfir páskana nú en oft áður, sem skýrir að hluta til mikinn samdrátt á Hringvegi og þessa aukningu innan borgarmarka, í apríl.

Þessu til stuðnings má benda á að umferðin innan Höfuðborgarsvæðisins hefur verið mun jafnari milli einstakra mánaða, það sem af er ári, en undanfarin ár, samanber meðfylgjandi línurit. Á línuritinu sést einnig að umferðin er mun meiri í mars en apríl þegar páskar eru í apríl, en nú í ár er ekki mikill munur á þessum tveimur mánuðum.

Árið 2010 sveiflaðist umferð t.d. mikið milli mars og apríl mánaða þannig að spá Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir, minniháttar aukningu milli apríl mánaða nú.

Það sem af er ári hefur umferðin dregist mest saman milli mars mánaða eða um 6,3%.

Frá áramótum hefur umferð á höfuðborgarsvæðinu, í þremur mælisniðum, hins vegar dregist saman um 3,2%.

Horfur og spár:

Í mars mánuði, fyrir sniðin þrjú, gerði spá Vegagerðarinnar ráð fyrir 0,6% aukningu á milli apríl mánaða 2011 og 2010, en reyndin varð tæplega 0,5%. Þannig að spáin sem slík virðist hafa gengið nokkuð vel upp.

Horfur: Eins og sést á meðfylgjandi töflu er ekki gert ráð fyrir að akstur aukist milli samanburðarmánaða, það sem eftir lifir af ári. Gert er gert ráð fyrir talsverðum samdrætti milli maí mánaða 2011 og 2010 eða 5,8%. Horfur út árið 2011 eru þannig að vænta má rúmlega 3% samdráttar í akstri innan höfuðborgarsvæðisins m.v. árið 2010. Þetta er mikill samdráttur en hann samt tæplega 3x minni en gert hefur verið ráð fyrir á 16 völdum talningastöðum á Hringvegi, sjá fyrri frétt þar um. Þannig horfur eru til þess að talsvert minna dragi úr innanbæjarakstri m.v. akstur utan þéttbýlis.

Rétt er að benda á að allur fyrirvari er hafður á spánni og umferðartölur fyrir árið 2011 eru birtar með fyrirvara.