Fréttir
  • Viðhorfskönnun
  • Viðhorfskönnun
  • Viðhorfskönnun
  • Viðhorfskönnun
  • Viðhorfskönnun

Langflestir vilja breikka vegi

viðhorfskönnun til þjóðvegakerfsins vetur 2011

2.5.2011

Langflestir aðspurðra vilja breikka vegi í nýrri viðhorfskönnun sem Maskína vann fyrir Vegagerðina um þjóðvegi landsins. Þetta er mikil breyting frá sambærilegri könnun fyrir ári síðan þegar langflestir vildu auka hálkuvarnir sem nú er í þriðja sæti. Næst helst vill fólk bæta vegina eða slitlagið.

Um 52 prósent eru mjög eða frekar jákvæð í garð Vegagerðarinnar, um 37 prósent hvorki né en ríflega tíundi hver er frekar eða mjög neikvæður í garð Vegagerðarinnar. Fjölgar örlítið í þeim hópi frá síðustu könnun.

Töluvert fleiri telja sig nú mjög örugga eða frekar örugga á vegum landsins en fyrir ári síðan eða 65 prósent. Einnig eru þeir heldur fleiri sem telja kantstikur og yfirborðamerkingar í lagi. Þá fjölgar þeim sem telja hálkuvarnir fullnægjandi en þeim fjölgar nokkuð sem eru óánægðir með snjómokstur á þjóðvegunum.

Nærri tveir af hverjum þremur sem svara hafa leitað upplýsinga hjá Vegagerðinni í gegnum síma, textavarp, tölvupóst, heimasíðu Vegagerðarinnar eða eftir öðrum leiðum. Þeim fjölgar nú sem eru mjög ánægðir með símsvörunina hjá Vegagerðinni en alls er ríflega 91 prósent ánægt eða mjög ánægt.

Það vekur einnig sérstaka athygli og ánægju að mun fleiri finnst nú en fyrir ári síðan að merkingar þar sem vinna fer fram við vegi sé fullnægjandi en sérstak átak hefur verið í gangi undanfarin misseri um að bæta merkingar. Reglugerð gerð ítarlegri, námskeið haldin og eftirlit hert verulega.

Sjá alla könnunina hér og einnig eldri kannanir.  

Minnum einnig á að Vegagerðina er að finna á Facebook, sjá hér eða á forsíðunni.