Fréttir
  • Mótorhjól í Hvalfirði

Mótorhjólin mæta á göturnar!

Vinsamlegast sýnið varkárni

19.4.2011

Einn af okkar ágætu vorboðum eru mótorhjólin. Reikna má með verulegri aukningu mótorhjóla á götum og vegum landsins á næstu dögum og vikum.

Vegagerðin vill benda mótorhjólafólki á að víða er lausmöl og sandur á vegum eftir veturinn og þess vegna þarf að gæta sérstakrar varúðar. Þá getur einnig verið steinlos á nýklæðingum yfirlögnum sem lagðar voru í fyrrahaust og þá sérstaklega í vegköntum.

Vinsamlegast sýnið varkárni